Fótbolti

Wenger var sáttur við stigið

NordicPhotos/GettyImages

Arsene Wenger var ekki sérlega hrifinn af leik sinna manna í 0-0 jafnteflinu gegn Slavia Prag í Meistaradeildinni í gær en sagðist fyrst og fremst sáttur við að vera kominn áfram í keppninni.

Stigið í gær tryggði Arsenal sæti í 16-liða úrslitum en liðið var á tíðum lakari aðilinn í Tékklandi í gær. "Það er erfitt að vinna á útivelli í Meistaradeildinni og það verður ekki auðveldara þegar þú ert að spila við lið sem þú niðurlægðir 7-0 skömmu áður. Aðstæður til að spila fótbolta voru heldur ekki góðar. Þetta var samt mikilvæg rerynsla fyrir yngri strákana í liðinu, þeir voru fínir í varnarleiknum," sagði Wenger og viðurkenndi að heimamenn hefðu verið beittir.

"Þeir börðust vel og gáfu okkur lítið svæði. Varnarleikur þeirra var beittur og svo náðu þeir að skapa sér nokkur færi líka. Við vorum vonsviknir yfir því að ná ekki að skora en við vorum bara ekki að skapa okkur nógu mikið til að geta skorað. Úrslitin eru þó jákvæð af því við erum komnir áfram í keppninni," sagði Frakkinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×