Fótbolti

Segja Kaka fá gullknöttinn

Kaka hefur verið frábær hjá Milan undanfarið ár
Kaka hefur verið frábær hjá Milan undanfarið ár NordicPhotos/GettyImages

Ítalskir fjölmiðlar fullyrða í dag að þeir hafi öruggar heimildir fyrir því að Brasilíumaðurinn Kaka hjá AC Milan verði sæmdur gullknettinum þetta árið. Það er hið virta tímarit France Football sem veitir þessi eftirsóttu verðlaun ár hvert.

Það mun hafa lekið út að Kaka hafi verið gert að undirbúa sig til að fara til Japan til að taka á móti verðlaununum að þessu sinni. Það er ítalski varnarmaðurinn Fabio Cannavaro sem er handhafi verðlaunanna í dag eftir að hann hafði betur í keppni við markvörðinn Gianluigi Buffon og framherjann Thierry Henry í fyrra.

Ef Kaka vinnur verðlaunin nú, verður hann fyrsti Milan-maðurinn til að fá þau síðan Andriy Shevchenko fékk þau árið 2004.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×