Handbolti

Ciudad Real heldur toppsætinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafur Stefánsson í leik með Ciudad Real.
Ólafur Stefánsson í leik með Ciudad Real. Mynd/Vilhelm

Ciudad Real er enn á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta eftir leiki helgarinnar.

Ólafur Stefánsson skoraði þrjú mörk, þar af tvö úr vítum, í 29-24 sigri Ciudad Real á Antequera í gær.

Þá gerði Ademar Leon 29-29 jafntefli við La Rioja en Sigfús Sigurðsson lék ekki með Ademar Leon.

Granollers vann góðan útisigur á Arrate, 24-23, en Árni Þór Sigtryggsson komst ekki á blað hjá Granollers.

Ademar Leon er í 3.-5. sæti deildarinnar með tólf stig eins og Portland San Antonio og Aragon. Granollers er í 12. sæti með sex stig.

Bjarni Fritzson var markahæsti maður St. Raphael sem vann sigur á hans gamla liði, Cretail, í frönsku úrvalsdeildinni um helgina. Hann skoraði sex mörk en St. Raphael vann leikinn 28-24.

Bjarni nýtti öll skot sín utan af velli en misnotaði hins vegar eitt vítakast.

St. Raphael er í fjórða sæti deildarinnar með tíu stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×