Handbolti

GOG vann Skjern

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Snorri Steinn skoraði sjö mörk í kvöld.
Snorri Steinn skoraði sjö mörk í kvöld. Nordic Photos / Bongarts

Snorri Steinn Guðjónsson skoraði sjö mörk fyrir GOG sem vann fimm marka sigur á Skjern, 32-27, í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði þrjú mörk fyrir GOG í leiknum og Vignir Svavarsson fjögur fyrir Skjern.

Þá vann Kolding sigur á FCK í stórslag í deildinni í kvöld, 32-26. Arnór Atlason komst ekki á blað hjá FCK.

Þá vann Århus GF stórsigur á Mors-Thy, 38-25. Sturla Ásgeirsson skoraði tvö mörk fyrir AGF í leiknum.

FCK er sem fyrr á toppi deildarinnar með sautján stig en Bjerringbro-Silkeborg getur jafnað liðið að stigum en liðið á leik til góða. GOG er í þriðja sæti með fimmtán stig og AGF er með fjórtán.

Skjern er í áttunda sæti deildarinnar með 13 stig.

Í Noregi vann Íslendingaliðið Elverum góðan sigur á Haugaland, 37-35. Sigurður Ari Stefánsson skoraði sex mörk fyrir Elverum og Ingimundur Ingimundarson tvö.

Kragerö tapaði hins vegar stórt fyrir Fyllingen, 41-19. Magnús Ísak Ásbergsson skoraði eitt mark fyrir Kragerö.

Kragerö er enn á botni deildarinnar án stiga en Elverum færðist upp í áttunda sætið í deildinni með sigrinum í kvöld en liðið er með átta stig. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×