Handbolti

Glæsilegur sigur hjá Íslandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rakel Dögg Bragadóttir var markahæst íslensku leikmannanna í dag.
Rakel Dögg Bragadóttir var markahæst íslensku leikmannanna í dag.
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta er svo gott sem komið í umspil um sæti í úrslitakeppni EM í handbolta eftir sigur á Bosníu í dag, 27-22.

Fyrri hálfleikur var erfiður hjá íslenska liðinu og var staðan í leikhléi 12-11, Bosníu í vil.

Allt annað var að sjá til liðsins í seinni hálfleik og komst liðið í fimm marka forystu, 21-16, en Bosnía minnkaði muninn í þrjú mörk þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Íslensku leikmennirnir gáfu þá í og unnu góðan fimm marka sigur í lokin.

Vörn og markvarsla var lykillinn að sigri Íslands í dag. Berglind Íris Hansdóttir varð fimmtán skot og þar af eitt víti.

Mörk Íslands:

Rakel Dögg Bragadóttir 9/2

Guðrún Drífa Hólmgeirsdóttir 6

Auður Jónsdóttir 3

Rut Jónsdóttir 3

Dagný Skúladóttir 2

Hildigunnur Einarsdóttir 2

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 1

Sigurbjörg Jóhannsdóttir 1

Heimild: handbolti.is.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×