Viðskipti erlent

Glæta í Bandaríkjunum

Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna.
Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna.

Beðið er með eftirvæntingu eftir að sjá hvað gerist í Bandaríkjunum þegar markaðirnir opna á morgun. Frekar er búist við góðum fréttum eftir að Ben Bernanke seðlabankastjóri gaf vonir um að vaxtalækkun væri á næstu grösum.

Bernanke hefur fyrst og fremst áhyggjur af íbúðalánamarkaðinum. En líka af því að hin veika staða hans teygi sig inn á neyslumarkaðinn. Seðlanakinn ætlar því að vera á tánum og vera sveigjanlegur fram að næsta vaxtaákvörðunardegi sem er 11. desember.

Örlítil hækkun varð á mörkuðum í síðustu viku og hún hélt þartil þeim var lokað á föstudag. Nóvember í heild kom þó út með miklu tapi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×