Handbolti

Fjögur lið ósigruð á HM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Marit Malm Frafjord og Bijlana Crvenkoska eigast við í leik Noregs og Makedóníu í dag.
Marit Malm Frafjord og Bijlana Crvenkoska eigast við í leik Noregs og Makedóníu í dag. Nordic Photos / Getty Images

Í dag fór fram önnur umferð í milliriðlakeppninni á HM kvenna í handbolta sem fer fram í Frakklandi þessa dagna.

Fjögur lið eru enn ósigruð í keppninni og standa best að vígi eftir leiki dagsins. Þetta eru lið Noregs, Rússlands, Þýskalands og Rúmeníu og þau eru á góðri leið með að tryggja sér sæti í undanúrslitum keppninnar.

Þrjár umferðir eru þó eftir og getur margt enn breyst.

Úrslit dagsins:

Milliriðill 1:

Króatía - Rússland 25-30

Frakkland - Angóla 27-29

Makedónía-Noregur 22-34

Staðan:

1. Noregur 4 stig

2. Rússland 4

3. Frakkland 2

4. Angóla 2

5. Króatía 0

6. Makedónía 0

Milliriðill 2:

Rúmenía - Suður-Kórea 31-27

Spánn - Þýskaland 25-30

Pólland - Ungverjaland 26-28

Staðan:

1. Þýskaland 4 stig

2. Rúmenía 4

3. Ungverjaland 3

4. Spánn 1

5. Pólland 0

6. Suður-Kórea 0




Fleiri fréttir

Sjá meira


×