Handbolti

Sjö lið komin áfram í fjórðungsúrslit á HM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Merit Malm Fjafjord, leikmaður norska landsliðsins.
Merit Malm Fjafjord, leikmaður norska landsliðsins. Nordic Photos / Getty Images

Sjö lið eru komin áfram í fjórðungsúrslit á heimsmeistaramóti kvenna í handbolta sem fer fram í Frakklandi þessa dagana.

Ein umferð er eftir í milliriðlakeppninni en Spánn og Suður-Kórea keppa þá um síðasta lausa sætið í fjórðungsúrslitunum. Spánn mætir botnliði Póllands í riðlinum en Kórea sterku liði Ungverjalands.

Spánn stendur þar að auki betur að vígi og dugir væntanlega jafntefli í leiknum.

Noregur er á toppi 1. milliriðils með fullt hús stiga, samtals átta stig. Rússar og Angóla eru með sex og heimamenn í Frakklandi fjögur.

Á botni riðilsins eru Króatía og Makedónía án stiga og eiga liðin því engan möguleika á því að komast áfram.

Þýskaland er á toppi 2. milliriðils með sjö stig en Rúmenía og Ungverjaland eru með sex stig. Rúmenía og Þýskaland mætast í lokaumferðinni og líklegt að sigurvegari leiksins lendi í efsta sæti riðilsins.

Síðasta umferðin í milliriðlakeppninni fer fram á morgun en fjórðungsúrslitin fara fram á fimmtudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×