Fótbolti

Leikmaður Lyon stöðvaður á flugvellinum í Glasgow

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kader Keita í baráttu við Jose Saez, leikmann Valenciennes.
Kader Keita í baráttu við Jose Saez, leikmann Valenciennes. Nordic Photos / AFP

Kader Keita, leikmanni Lyon, var meinuð innganga í Skotland á flugvellinum í Glasgow er leikmenn og starfsmenn liðsins komu þangað í gær.

Glasgow Rangers tekur á móti Lyon á morgun í Meistaradeild Evrópu en leikurinn er hreinn úrslitaleikur um hvort liðið fylgir Barcelona áfram í 16-liða úrslit keppninnar. Liðin eru jöfn að stigum fyrir leikinn, bæði með sjö stig.

Um tíma var útlit fyrir að Keita sem er 26 ára gamall leikmaður frá Fílabeinsströndinni þyrfti að snúa aftur til Frakklands. Það leystist þó úr málinu er honum var veitt neyðarvegabréfsáritun á flugvellinum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×