Fótbolti

Sigurganga Real óslitin í riðlakeppninni

Raul bætti enn einu markinu í safnið fyrir Real í kvöld
Raul bætti enn einu markinu í safnið fyrir Real í kvöld NordicPhotos/GettyImages

Real Madrid tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og varð þar með fyrsta liðið til að komast þangað í 12 sinn í sögu félagsins. Liðið hefur alltaf komist upp úr riðli sínum í Meistaradeildinni og það er einstakur árangur.

Manchester United hefur reyndar leikið 13 sinnum í riðlakeppninni en aðeins 11 sinnum komist í 16-liða úrslit. Bayern Munchen hefur komist áfram í 10 af 11 skiptum og Milan í 9 af 12 skiptum líkt og spænska stórveldið Barcelona.

Juventus hefur komist 8 sinnum í 16-liða úrslit í þau 10 skipti sem liðið hefur verið með í riðlakeppninni og Porto hefur farið 7 sinnum áfram í 13 tilraunum.

Chelsea er tiltölulega nýbyrjað að láta til sín taka í Meistaradeildinni og þar hefur liðið komist upp úr riðlinum í öll sex skiptin sem það hefur tekið þátt.

Inter hefur 6 sinnum komist áfram í 7 tilraunum og Arsenal sömuleiðis, en enska liðið hefur 10 sinnum verið með í riðlakeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×