Handbolti

Tíu íslensk mörk er GOG tapaði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ásgeir Örn var markahæstur leikmanna GOG í gær með sex mörk.
Ásgeir Örn var markahæstur leikmanna GOG í gær með sex mörk.

Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði sex mörk og Snorri Steinn Guðjónsson fjögur er GOG tapaði fyrir AaB á útivelli, 32-29, í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær.

Þar með missti GOG af tækifæri til að komast í toppsæti deildarinnar, þó ekki nema um stundarsakir. Þetta var fyrsti leikurinn í fjórtándu umferðinni sem lýkur í kvöld.

GOG er í öðru sæti deildarinnar með nítján stig eins og stendur, einu stigi á eftir FCK, en þrjú lið eru með átján stig og geta komist fyrir ofan GOG í kvöld.

Snorri Steinn Guðjónsson kemst inn á lista tuttugu markahæstu manna í deildinni en hann hefur skorað sextíu mörk í fjórtán leikjum. Markahæstur Íslendinganna í deildinni er Vignir Svavarsson, leikmaður Skjern. Hann hefur skorað sjötíu mörk og er í níunda sæti á listanum yfir markahæstu menn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×