Innlent

Áætlanir um að ljúka þingi í dag

MYND/GVA
Áætlanir eru um að fundum Alþingis verði jafnvel frestað í dag samkvæmt þingsályktunartillögu sem liggur fyrir þinginu.

Ekki er ljóst hvort það tekst að ljúka öllum þeim málum sem á að ljúka í dag og því kemur fram í tillögunni að fundunum verði frestað 13. desember eða síðar.

Þrjátíu mál eru á dagskrá þingfundar í dag. Þar á er meðal atkvæðagreiðsla um frumvarp til fjárlaga næsta árs, en þriðja umræða um frumvarpið stóð til rúmlega þrjú í nótt. Þá fer fram önnur umræða um frumvarp til breytingar á þingsköpum og þriðja umræða um tilfærsla verkefna innan Stjórnarráðsins.

Enn fremur er gert ráð fyrir að nokkur frumvörp verði tekin til annarrar umræðu og fjögur frumvörp til fyrstu umræðu, þar á meðal frumvarp dómsmálaráðherra um nálgunarbann. Gert er ráð fyrir að Alþingi komi aftur saman 15 . janúar eftir jólahlé.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×