Handbolti

Fyrsta stigið hjá Kragerö

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sigurður Ari Stefánsson skoraði átta mörk í kvöld.
Sigurður Ari Stefánsson skoraði átta mörk í kvöld. Mynd/Vilhelm

Magnús Ísak Ásbergsson og félagar í norska úrvalsdeildarliðinu Kragerö unnu sitt fyrsta stig í deildinni í kvöld með því að ná jafntefli gegn Haugaland.

Magnús Ísak skoraði sex mörk í leiknum og var næstmarkahæstur sinna manna. Liðið er engu að síður langneðst í deildinni en Haugaland er í áttunda sæti með ellefu stig.

Hitt Íslendingaliðið í deildinni, Elverum, vann mikilvægan sigur á Sandefjord, 30-28, eftir að staðan var 14-11 í hálfleik, Elverum í vil.

Sigurður Ari Stefánsson skoraði átta mörk fyrir Elverum, Ingimundur Ingimundarson fimm og Samúel Ívar Árnason þrjú. Axel Stefánsson er þjálfari liðsins.

Elverum er nú með fjórtán stig í deildinni, rétt eins og Sandefjord, og er í fimmta sæti deildarinnar, tíu stigum á eftir toppliði Drammen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×