Stefnir í metár í landsleikjafjölda Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. desember 2007 20:34 Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari fær mikið af verkefnum á næsta ári. Mynd/E. Stefán Nú þegar er ljóst að A-landslið karla í knattspyrnu mun leika tíu leiki á næsta ári og er útlit fyrir að þeim gæti fjölgað. Í dag var tilkynnt að Ísland leikur vináttulandsleik gegn Wales á Laugardalsvelli þann 28. maí næstkomandi. Þar með er ljóst að Ísland mun að minnsta kosti leika sex vináttu- og æfingalandsleiki og fjóra leiki í undankeppni HM 2010. Þá er ekki ólíklegt að tveir til þrír leikir muni bætast við á næsta ári. Mörg landslið spila æfingaleiki í byrjun júní og Ísland á enn tvo lausa alþjóðlega leikdaga á síðari hluta ársins, þann 20. ágúst og 19. nóvember. Aðeins einu sinni áður hefur íslenska landsliðið spilað þrettán leiki á einu og sama árinu. Það var árið 1988 er liðið tók ekki einungis þátt í undankeppni HM 1990 heldur einnig undankeppni Ólympíuleikanna sem fóru fram það árið. Þá lék landsliðið einnig sex vináttulandsleiki árið 1988. Á undanförnum 20 árum hefur íslenska karlalandsliðið leikið að meðaltali 8,9 landsleiki á ári. Mest árið 1988 sem fyrr segir en tvívegis hefur liðið einungis komið saman fyrir sex leiki á einu og sama árinu. Það var fyrst árið 1989 og svo aftur árið 2006. Ísland hefur ekki spilað tíu landsleiki eða fleiri á einu og sama árinu síðan árið 2001 er landsliðið lék samtals ellefu leiki. Þá lék liðið fjóra vináttulandsleiki og ellefu leiki í undankeppni HM 2002. Leikir íslenska landsliðsins 2008: 2.-6. febrúar: Æfingamót á Möltu ásamt heimamönnum, Hvít-Rússum og Armenum. 16. mars: Vináttulandsleikur við Færeyjar í Kórnum í Kópavogi. 26. mars: Vináttulandsleikur við Slóvakíu ytra. 28. maí: Vináttulandsleikur við Wales á Laugardalsvelli. 6. september: Noregur-Ísland í undankeppni HM 2010. 10. september: Ísland-Skotland í undankeppni HM 2010. 11. október: Holland-Ísland í undankeppni HM 2010. 15. október: Ísland - Makedónía í undankeppni HM 2010. Íslenski boltinn Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Sjá meira
Nú þegar er ljóst að A-landslið karla í knattspyrnu mun leika tíu leiki á næsta ári og er útlit fyrir að þeim gæti fjölgað. Í dag var tilkynnt að Ísland leikur vináttulandsleik gegn Wales á Laugardalsvelli þann 28. maí næstkomandi. Þar með er ljóst að Ísland mun að minnsta kosti leika sex vináttu- og æfingalandsleiki og fjóra leiki í undankeppni HM 2010. Þá er ekki ólíklegt að tveir til þrír leikir muni bætast við á næsta ári. Mörg landslið spila æfingaleiki í byrjun júní og Ísland á enn tvo lausa alþjóðlega leikdaga á síðari hluta ársins, þann 20. ágúst og 19. nóvember. Aðeins einu sinni áður hefur íslenska landsliðið spilað þrettán leiki á einu og sama árinu. Það var árið 1988 er liðið tók ekki einungis þátt í undankeppni HM 1990 heldur einnig undankeppni Ólympíuleikanna sem fóru fram það árið. Þá lék landsliðið einnig sex vináttulandsleiki árið 1988. Á undanförnum 20 árum hefur íslenska karlalandsliðið leikið að meðaltali 8,9 landsleiki á ári. Mest árið 1988 sem fyrr segir en tvívegis hefur liðið einungis komið saman fyrir sex leiki á einu og sama árinu. Það var fyrst árið 1989 og svo aftur árið 2006. Ísland hefur ekki spilað tíu landsleiki eða fleiri á einu og sama árinu síðan árið 2001 er landsliðið lék samtals ellefu leiki. Þá lék liðið fjóra vináttulandsleiki og ellefu leiki í undankeppni HM 2002. Leikir íslenska landsliðsins 2008: 2.-6. febrúar: Æfingamót á Möltu ásamt heimamönnum, Hvít-Rússum og Armenum. 16. mars: Vináttulandsleikur við Færeyjar í Kórnum í Kópavogi. 26. mars: Vináttulandsleikur við Slóvakíu ytra. 28. maí: Vináttulandsleikur við Wales á Laugardalsvelli. 6. september: Noregur-Ísland í undankeppni HM 2010. 10. september: Ísland-Skotland í undankeppni HM 2010. 11. október: Holland-Ísland í undankeppni HM 2010. 15. október: Ísland - Makedónía í undankeppni HM 2010.
Íslenski boltinn Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Sjá meira