Viðskipti innlent

Sjónvarpið í símann hjá Vodafone

Mynd/Vísir
Vodafone á Íslandi kynntu í dag glænýja þjónustu á íslenskum farsímamarkaði - sjónvarp í síma. Nú geta viðskiptavinir Vodafone nálgast fréttir Stöðvar 2, Ísland í dag, Kompás, Silfur Egils, veðurfréttir og íþróttir þegar þeim hentar. Eins geta notendur fylgst með fréttum Sky News í beinni útsendingu allan sólarhringinn. Sjónvarp í símann er hluti af Vodafone live! þjónustunni og er aðgengilegt í eftirtöldum símtækjum; Nokia 6280, Nokia 6131 og Sony Ericsson K790i. Nánari upplýsingar eru á vef Vodafone, www.vodafone.is.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×