Enski boltinn

Beckham útilokar ekki landsliðið

Ferill Beckham hefur verið á niðurleið síðustu ár en bandaríska atvinnumannadeildin er alls ekki hátt skrifuð á alþjóðlegum mælikvarða.
Ferill Beckham hefur verið á niðurleið síðustu ár en bandaríska atvinnumannadeildin er alls ekki hátt skrifuð á alþjóðlegum mælikvarða. MYND/Getty

David Beckham hefur ekki gefið landsliðsferilinn með Englandi upp á bátinn þrátt fyrir að hann sé á leið í heldur lágt skrifuðu bandarísku atvinnumannadeildina. Beckham kveðst alltaf ætla að gefa kost á sér í landsliðið.

Beckham var sem kunnugt er ekki valinn í fyrsta landsliðshóp Steve McLaren eftir HM í Þýskalandi síðasta sumar og töldu margir að þar með væri ferill hans með landsliðinu á enda. Beckham vonar hins vegar að svo sé ekki.

"Ég held að ég eigi ennþá möguleika á að vera valinn. Ég hef alltaf sagt að á meðan ég er ennþá að spila fótbolta þá mun ég gefa kost á mér í landsliðið. Ef ég verð valinn þá yrði það stórkostlegt, ef ekki þá mun ég samt sem áður hafa átt frábæran landsliðsferil," sagði Beckham við News of the World í Bretlandi í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×