Viðskipti innlent

SEB í íslensku kauphöllinni

Aðilum að íslensku kauphöllinni hefur farið fjölgandi eftir að hún varð hluti af OMX.
Aðilum að íslensku kauphöllinni hefur farið fjölgandi eftir að hún varð hluti af OMX.

Sænski bankinn SEB hefur frá og með deginum í dag aðild að hlutabréfamarkaði íslensku kauphallarinnar.

Bankinn er þegar aðili að kauphöllum OMX í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Helsinki. Út frá markaðshlutdeild er SEB stærsti hlutabréfamiðlarinn í norrænu kauphöllum OMX-samstæðunnar. Hann starfar á Norðurlöndunum, í Eystrasaltsríkjunum, Þýskalandi, Úkraínu og Rússlandi.

„Aðild SEB ber vott um þann aukna áhuga sem íslenski markaðurinn nýtur í kjölfar sameiningarinnar við OMX. Sýnileikinn hefur aukist og erlendir aðilar sjá tækifærin sem felast í þátttöku á íslenska markaðnum," segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, í tilkynningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×