Eiður Smári Guðjohnsen er ekki í byrjunarliði Barcelona sem tekur á móti Atletico Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld, þvert á spár helstu fjölmiðla Spánar. Í fremstu víglínu liðsins í kvöld er Samuel Eto´o, sem er í fyrsta sinn í byrjunarliðinu síðan í október. Leikurinn hófst kl. 20 og er í beinni útsendingu á Sýn.
Fótbolti