Viðskipti erlent

Stýrivextir hækka í Bretlandi

Englandsbanki.
Englandsbanki.

Englandsbanki ákvað í dag að hækka stýrivexti um 25 punkta og fara þeir við það í 5,75 prósent. Þetta er í takt við væntingar en lengi búist við að bankinn myndi hækka stýrivexti á næstunni.

Í rökstuðningi bankastjórnar Englandsbanka kemur fram að verðbólga sé enn yfir markmiðum og undirliggjandi verðbólguþrýstingur í hagkerfinu.

Þetta var fimmta stýrivaxtahækkun seðlabankans síðan í ágúst í fyra. Greinendur sem og aðrir hafa þrýst á um snarpari hækkun stýrivaxta til að koma verðbólgu í landinu niður og er talið að frekari hækkunar megi vænta á árinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×