Erlent

Shalit segist þurfa læknisaðstoð

Gilad Shalit, hermaðurinn sem Hamas rændi fyrir ári síðan, sagði á hljóðupptöku sem að spiluð var í dag að hann þyrfti á læknihjálp að halda. Þá hvatti hann til þess að Ísraelar gæfu palestínskum föngum frelsi svo að hann kæmist undir læknishendur sem fyrst.

Enn hefur ekki verið staðfest að röddin á hljópupptökunni sé rödd Shalits en ísraelsk yfirvöld telja engu að síður að svo sé. Ekkert hafði heyrst frá honum síðan í september en þá fengu foreldrar hans handskrifað bréf frá honum þar sem hann sagði að vel væri farið með hann.

Stjórnvöld í Ísrael hafa hingað til neitað að láta nokkurn fanga lausan til þess að liðka fyrir lausn Shalits. Faðir Shalits sagði að Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, ætti að láta af embætti ef hann næði ekki neinum árangri í málum sem þessum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×