Margrét Lára: Svekktar en sáttar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. október 2007 20:31 Margrét Lára í leik gegn færeysku meisturunum í KÍ frá Klaksvík í leik liðanna í sumar. Mynd/Matthías Ægisson Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði mark Vals í 3-1 tapi liðsins fyrir Frankfurt í Evrópukeppni félagsliða í dag. Margrét Lára kom Val yfir seint í fyrri hálfleik en þær þýsku skoruðu sín mörk þrjú á síðustu tíu mínútum leiksins. Frankfurt er eitt besta félagslið heims og hefur að geyma margar af bestu knattspyrnukonum Þýskalands, núverandi heims- og Evrópumeistara. „Þetta var mjög fínn leikur að mörgu leyti. Við vorum auðvitað mjög svekktar yfir úrslitunum eftir að við náðum að halda forystunni svona lengi í leiknum. Annað markið sem við fengum á okkur var klaufalegt en það þriðja kom eftir að við reyndum að sækja jafnteflið." Hún segir að það hafi vissulega verið sætt að komast yfir í leiknum. „Þær eru auðvitað með frábært lið en það má samt ekki gleyma því að þær eru bara ellefu knattspyrnukonur alveg eins og við. Engu að síður var það mikil upplifun að spila gegn þessu liði og rosalega gaman." Í kvöld mættust hin tvö liðin í riðlinum, heimaliðið Wezemaal frá Belgíu og Everton. Belgíska liðið vann leikinn, 2-1. Að því gefnu að Frankfurt vinni sína leiki í riðlinum má ætla að leikur Vals og Wezemaal á laugardaginn verði úrslitaleikur um annað sætið í riðlinum. „Stefnan er sett á sigur en annars eru báðir þessir leikir úrslitaleikir fyrir okkur. Við ætlum okkur að komast áfram og þurfum að vinna þessa leiki til þess." Hún segir að stemningin í Valsliðinu sé góð þrátt fyrir tapið í kvöld. „Við vitum að við stóðum okkur rosalega vel. Við erum svekktar en um leið sáttar." Íslenski boltinn Tengdar fréttir Valur stóð í Frankfurt Íslandsmeistarar Vals stóðu heldu betur í einu sterkasta félagsliði heims, Frankfurt frá Þýskalandi, í leik liðanna í Evrópukeppni félagsliða í dag. 11. október 2007 17:14 Elísabet: Langar helst til að gráta Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Vals, var heldur betur svekkt með úrslit sinna manna gegn Frankfurt í Evrópukeppni félagsliða í dag. 11. október 2007 17:25 Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði mark Vals í 3-1 tapi liðsins fyrir Frankfurt í Evrópukeppni félagsliða í dag. Margrét Lára kom Val yfir seint í fyrri hálfleik en þær þýsku skoruðu sín mörk þrjú á síðustu tíu mínútum leiksins. Frankfurt er eitt besta félagslið heims og hefur að geyma margar af bestu knattspyrnukonum Þýskalands, núverandi heims- og Evrópumeistara. „Þetta var mjög fínn leikur að mörgu leyti. Við vorum auðvitað mjög svekktar yfir úrslitunum eftir að við náðum að halda forystunni svona lengi í leiknum. Annað markið sem við fengum á okkur var klaufalegt en það þriðja kom eftir að við reyndum að sækja jafnteflið." Hún segir að það hafi vissulega verið sætt að komast yfir í leiknum. „Þær eru auðvitað með frábært lið en það má samt ekki gleyma því að þær eru bara ellefu knattspyrnukonur alveg eins og við. Engu að síður var það mikil upplifun að spila gegn þessu liði og rosalega gaman." Í kvöld mættust hin tvö liðin í riðlinum, heimaliðið Wezemaal frá Belgíu og Everton. Belgíska liðið vann leikinn, 2-1. Að því gefnu að Frankfurt vinni sína leiki í riðlinum má ætla að leikur Vals og Wezemaal á laugardaginn verði úrslitaleikur um annað sætið í riðlinum. „Stefnan er sett á sigur en annars eru báðir þessir leikir úrslitaleikir fyrir okkur. Við ætlum okkur að komast áfram og þurfum að vinna þessa leiki til þess." Hún segir að stemningin í Valsliðinu sé góð þrátt fyrir tapið í kvöld. „Við vitum að við stóðum okkur rosalega vel. Við erum svekktar en um leið sáttar."
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Valur stóð í Frankfurt Íslandsmeistarar Vals stóðu heldu betur í einu sterkasta félagsliði heims, Frankfurt frá Þýskalandi, í leik liðanna í Evrópukeppni félagsliða í dag. 11. október 2007 17:14 Elísabet: Langar helst til að gráta Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Vals, var heldur betur svekkt með úrslit sinna manna gegn Frankfurt í Evrópukeppni félagsliða í dag. 11. október 2007 17:25 Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Valur stóð í Frankfurt Íslandsmeistarar Vals stóðu heldu betur í einu sterkasta félagsliði heims, Frankfurt frá Þýskalandi, í leik liðanna í Evrópukeppni félagsliða í dag. 11. október 2007 17:14
Elísabet: Langar helst til að gráta Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Vals, var heldur betur svekkt með úrslit sinna manna gegn Frankfurt í Evrópukeppni félagsliða í dag. 11. október 2007 17:25