Jóhannes spurður út í bátamál á Miami 26. febrúar 2007 16:58 Yfirheyrslum yfir Jóhannesi Jónssyni, oft kenndum við Bónus, í tengslum við endurákærur í Baugsmálinu lauk um fjögurleytið en hann hafði setið fyrir svörum frá því laust fyrir klukkan tvö. Við upphaf yfirheyrslunnar var honum bent á að samkvæmt lögum gæti hann skorast undan því að bera vitni í málinu þar sem venslamaður hans, sonurinn Jón Ásgeir Jóhannesson, væri ákærður í málinu. Honum væri einnig heimilt að vitna í málinu en neita að svara einstökum spurningum. Þann kost valdi Jóhannes. Jóhannes var spurður út í flesta ákæruliði málsins, þar á meðal meintar ólöglegar lánveitingar Baugs til Gaums sem syni hans Jóni er gefið að sök. Þar tók hann undir orð Jóns Ásgeirs um þann hátt að Gaumur hefði farið á undan Baugi í fjárfestingum og þannig tekið áhættuna af viðskiptunum en fjárfestingin svo færð inn í Baug. Fjölmörgum spurningum saksóknara tengdu þessu sagðist Jóhannes ekki geta svarað þar sem hann hefði ekki verið inn í málunum. Töluverður tími fór spurningar tengdar skemmtibátunum þremur Viking I, Viking II og Thee Viking, en samkvæmt 18. ákærulið er Jóni Ásgeiri og Tryggva Jónssyni, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs, gefinn að sök að hafa dregið Gaumi frá Baugi til þess að fjármagna eignarhlutdeild Gaums í skemmtibátnum Thee Viking. Fram kom í máli Jóhannesar að fjölskyldufyrirtækið Gaumur hefði lagt fram um 40 milljónir króna vegna bátanna þriggja og að þeir fjármunir hefðu runnið í hendur Jóns Geralds Sullenberger, eiganda Nordica. Sagði Jóhannes að hann hefði litið svo á að hugmyndin væri að gera síðar samning um eignarhald á bátnum Thee Viking með framlög Gaums í huga en Jón Gerald var skráður eigandi bátsins. Af því hefði aldrei orðið eins og menn vissu nú. Jóhannes var spurður út í það hvernig hefði staðið til að nota bátana og sagði hann að ætlunin hefði verið að nota þá til ánægjuauka. Þetta væri svipað eins og að eiga hús í útlöndum, eins og margir ættu nú, en málið hefði vakið mikla athygli vegna þess að þessi bústaður væri á floti. Jóhannes var einnig spurður út í 31 reikning frá Nordica til Baugs sem liggur til grundvallar 18. ákærulið og ákæruvaldið heldur fram að hafi verið gefnir út til að fjármagna eignarhlutdeild Gaums í Thee Viking. Jóhannes sagðist ekki betur sjá en að þessir reikningar hefðu verið greiddir fyrir þjónustu Nordica fyrir Baug í Bandaríkjunum. Dómari spurði einnig hvað hefði orðið af Thee Viking en Jóhannes sagðist ekki vita það. Báturinn væri gleymdur í hans huga. Jóhannes var enn fremur spurður út í 19. ákærulið endurákærunnar sem lýtur að meintum fjárdrætti Tryggva Jónssonar sem á að hafa látið Baug borga 1,3 milljónir króna af persónulegum útgjöldum sínum í Bandaríkjunum á tímabilinu janúar 2000 til febrúar 2002. Var þar sláttudráttavél sérstaklega rædd en hún var keypt með greiðslukorti sem Nordica hafði fengið frá Baugi. Sagði Jóhannes að hann hefði verið með Tryggva þegar umrædd slátturdráttavél var keypt í Sears á Miami og Tryggvi hefði sérstaklega lýst því yfir að þessi kaup ættu að fara á persónulegan reikning sinn. Var hann spurður hvort hann hefði fylgst með vélinni og svaraði Jóhannes því til að hann hefði verið viðstaddur þegar vélin fór í gang. Skýrslutaka af vitnum í málinu heldur áfram á málinu á morgun en þá koma fyrir réttinn meðal annars Jóhanna Guðmundsdóttir, eiginkona Jóns Geralds, og Kristín Jóhannessdóttir, systir Jóns Ásgeirs Fréttir Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Sjá meira
Yfirheyrslum yfir Jóhannesi Jónssyni, oft kenndum við Bónus, í tengslum við endurákærur í Baugsmálinu lauk um fjögurleytið en hann hafði setið fyrir svörum frá því laust fyrir klukkan tvö. Við upphaf yfirheyrslunnar var honum bent á að samkvæmt lögum gæti hann skorast undan því að bera vitni í málinu þar sem venslamaður hans, sonurinn Jón Ásgeir Jóhannesson, væri ákærður í málinu. Honum væri einnig heimilt að vitna í málinu en neita að svara einstökum spurningum. Þann kost valdi Jóhannes. Jóhannes var spurður út í flesta ákæruliði málsins, þar á meðal meintar ólöglegar lánveitingar Baugs til Gaums sem syni hans Jóni er gefið að sök. Þar tók hann undir orð Jóns Ásgeirs um þann hátt að Gaumur hefði farið á undan Baugi í fjárfestingum og þannig tekið áhættuna af viðskiptunum en fjárfestingin svo færð inn í Baug. Fjölmörgum spurningum saksóknara tengdu þessu sagðist Jóhannes ekki geta svarað þar sem hann hefði ekki verið inn í málunum. Töluverður tími fór spurningar tengdar skemmtibátunum þremur Viking I, Viking II og Thee Viking, en samkvæmt 18. ákærulið er Jóni Ásgeiri og Tryggva Jónssyni, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs, gefinn að sök að hafa dregið Gaumi frá Baugi til þess að fjármagna eignarhlutdeild Gaums í skemmtibátnum Thee Viking. Fram kom í máli Jóhannesar að fjölskyldufyrirtækið Gaumur hefði lagt fram um 40 milljónir króna vegna bátanna þriggja og að þeir fjármunir hefðu runnið í hendur Jóns Geralds Sullenberger, eiganda Nordica. Sagði Jóhannes að hann hefði litið svo á að hugmyndin væri að gera síðar samning um eignarhald á bátnum Thee Viking með framlög Gaums í huga en Jón Gerald var skráður eigandi bátsins. Af því hefði aldrei orðið eins og menn vissu nú. Jóhannes var spurður út í það hvernig hefði staðið til að nota bátana og sagði hann að ætlunin hefði verið að nota þá til ánægjuauka. Þetta væri svipað eins og að eiga hús í útlöndum, eins og margir ættu nú, en málið hefði vakið mikla athygli vegna þess að þessi bústaður væri á floti. Jóhannes var einnig spurður út í 31 reikning frá Nordica til Baugs sem liggur til grundvallar 18. ákærulið og ákæruvaldið heldur fram að hafi verið gefnir út til að fjármagna eignarhlutdeild Gaums í Thee Viking. Jóhannes sagðist ekki betur sjá en að þessir reikningar hefðu verið greiddir fyrir þjónustu Nordica fyrir Baug í Bandaríkjunum. Dómari spurði einnig hvað hefði orðið af Thee Viking en Jóhannes sagðist ekki vita það. Báturinn væri gleymdur í hans huga. Jóhannes var enn fremur spurður út í 19. ákærulið endurákærunnar sem lýtur að meintum fjárdrætti Tryggva Jónssonar sem á að hafa látið Baug borga 1,3 milljónir króna af persónulegum útgjöldum sínum í Bandaríkjunum á tímabilinu janúar 2000 til febrúar 2002. Var þar sláttudráttavél sérstaklega rædd en hún var keypt með greiðslukorti sem Nordica hafði fengið frá Baugi. Sagði Jóhannes að hann hefði verið með Tryggva þegar umrædd slátturdráttavél var keypt í Sears á Miami og Tryggvi hefði sérstaklega lýst því yfir að þessi kaup ættu að fara á persónulegan reikning sinn. Var hann spurður hvort hann hefði fylgst með vélinni og svaraði Jóhannes því til að hann hefði verið viðstaddur þegar vélin fór í gang. Skýrslutaka af vitnum í málinu heldur áfram á málinu á morgun en þá koma fyrir réttinn meðal annars Jóhanna Guðmundsdóttir, eiginkona Jóns Geralds, og Kristín Jóhannessdóttir, systir Jóns Ásgeirs
Fréttir Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Sjá meira