Innlent

Fallegur veturhiminn yfir Reykjavík í kvöld

Falleg ský sáust yfir höfuðborginni nú í kvöld. Þau voru marglit og alla vega í laginu og glöddu margan manninn. Vísir hafði samband við Sigurð Þ. Ragnarsson, veðurfræðing á Stöð tvö og bað hann að útskýra þessa fágætu sjón.

„Það var stíf vestanátt fyrir ofan höfuðborgina, í háloftunum, þó það hafi verið norðanátt niðri við jörð. Þessi vestanátt hefur ýtt loftinu að fjallgörðum austan við borgina og náð að lyfta skýjunum þannig að rakinn hefur þést í ský." sagði Sigurður og hélt svo áfram „Svo þegar sólroðinn endurvarpaðist í skýjunum mynduðu þau falleg rauðlaga bönd í skýjalaginu. Mér sýnist í fljótu bragði að þetta gæti hafa verið eitthvað afbrigði netjuskýja (altocumulus). Þessi ský eru að líkindum í 4 til 6 kílómetra hæð og teljast því til efri hluta miðskýja þar sem netjuskýjin eru. Þau voru þó ekki lík hefðbundnum netjuskýjum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×