Íslenski boltinn

Skagamenn buðu upp á kjúklingasalat

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Má bjóða þér kjúklingasalat?
Má bjóða þér kjúklingasalat? Mynd/E. Stefán

Stuðningsmenn ÍA sendu Guðjóni Þórðarsyni tóninn í kvöld með því að bjóða vallargestum á leik ÍA og Keflavíkur upp á kjúklingasalat fyrir leik.

Skömmu eftir að Guðjóni var vikið úr starfi sem þjálfari ÍA fór hann í viðtal í KR-útvarpinu þar sem hann sagði að „ekki væri hægt að búa til kjúklingasalat úr kjúklingaskít".

Guðjón hefur verið mikið gagnrýndur fyrir ummæli sín en stuðningsmenn ÍA ákváðu að svara honum með því að sýna að kjúklingasalatið á Akranesi er hreint gómsætt - og inniheldur engan kjúklingaskít.

Það getur blaðamaður vottað. Hann gæddi sér á salatainu sem innihélt kál, sveppi, papriku, brauðteninga og vitanlega kjúkling. Hollt og gott.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×