Handbolti

Skjern lagði FCK

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arnór Atlason, leikmaður FCK.
Arnór Atlason, leikmaður FCK. Mynd/Birkir Baldvinsson

Skjern gerði sér lítið fyrir í kvöld og lagði Danmerkurmeistarana í FC Kaupmannahöfn í kvöld, 28-25, á heimavelli.

Um var að ræða leik í annarri umferð dönsku úrvalsdeildarinnar en Skjern gerði jafntefli við Århus GF í fyrstu umferðinni á útivelli.

Arnór Atlason skoraði tvö mörk fyrir FCK í kvöld og Guðlaugur Arnarsson eitt.

Þá skoraði Gísli Kristjánsson tvö mörk fyrir Nordsjælland sem vann nauman sigur á Fredericia á útivelli, 27-26.

Alls fóru fimm leikir fram í deildinni í kvöld en Århus og Skjern eru á toppnum eftir leikina með þrjú stig. Nordsjælland er í fimmta sæti með tvö stig og FCK í því sjötta, einnig með tvö stig.

Úrslit kvöldsins:

Fredericia - Nordsjælland 26-27

Skjern - FCK 28-25

Mors-Thy - Ajax 27-24

Team Tvis - Århus GF 32-35

Viborg - TMS 31-17






Fleiri fréttir

Sjá meira


×