Innlent

Jarðskjálfti við Ingólfsfjall

Jarðskjálfti sem mældist 3,2 á Richter varð við suðvesturenda Ingólfsfjalls, um 5 km norðvestur af Selfossi, í dag klukkan 14:41. Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands segir að skjálftinn hafi orðið á um 5 kílómetra dýpi og að skjálftar séu ekki óalgengir á þessum slóðum.

Skjálftans mun hafa orðið vart á Selfossi. Þrír smáskjálftar mældust á sömu slóðum fyrr í dag og á annan tug eftirskjálfta hafa mælst þegar liðið hefur á daginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×