Enski boltinn

Bjórþamb eiganda Newcastle vekur athygli

Ashley var ekki lengi að stinga úr glasinu
Ashley var ekki lengi að stinga úr glasinu Mynd/Netið

Mike Ashley, eigandi Newcastle United, gæti átt yfir höfði sér bann eða sekt eftir að myndir náðust af honum þar sem hann þambaði bjór á leik Arsenal og Newcastle um helgina.

Ashley hefur líklega tekið spilamennsku sinna manna nærri sér í 3-0 tapinu gegn Arsenal, því hann sást teiga úr bjórglasi á methraða í stúkunni.

Tilþrif eigandans vöktu mikla athygli á Englandi um helgina og var uppátækið m.a. tekið fyrir í markaþætti Sky sjónvarpsstöðvarinnar.

Áfengi er reyndar selt á leikjum í ensku úrvalsdeildinni, en áhorfendur mega ekki drekka það í stúkunni.

Talsmaður Newcastle segir að eigandinn hafi jú þegið ölglas sem honum var boðið á Emirates, en hafi staðið í þeirri meiningu að um áfengislausan bjór hafi verið að ræða.

Það getur þó tæplega staðist, því óáfengur bjór mun ekki vera til sölu á vellinum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×