Enski boltinn

Torres fer í myndatöku í dag

NordicPhotos/GettyImages

Spænski framherjinn Fernando Torres hjá Liverpool fer í myndatöku í dag þar sem lagt verður mat á meiðslin sem hann varð fyrir í leik Liverpool og Aston Villa í gær.

Talið er að Torres hafi tognað aftan í læri og óttast Rafa Benitez knattspyrnustjóri að hann verði frá í að minnsta kosti viku til tíu daga.

Það kemur sér ef til vill vel fyrir Benitez að hans menn eiga ekki leik fyrr en 13. september í úrvalsdeildinni vegna landsleikja, en þá bíður þeirra erfiður heimaleikur gegn meisturum Manchester United.

"Við vitum ekki hve lengi Torres verður frá keppni fyrr en búið er að skoða hann betur en við giskum á sjö til tíu daga," sagði Benitez um meiðsli landa síns á heimasíðu Liverpool.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×