Smápeningar í stöðumæla liðin tíð í borginni 27. mars 2008 10:56 Líkur á að lenda í þessu minnka sé síminn notaður til að greiða. Reykvískir ökumenn geta frá og með deginum í dag lagt þeim sið að aka um með öskubakka og aðrar hirslur bifreiða sinna fullar af smápeningum ætluðum stöðumælum. Fyrirtækið Stokkur Software ehf. hefur í samvinnu við Bílastæðasjóð Reykjavíkurborgar hleypt af stokkunum þjónustu sem gerir ökumönnum kleift með einfaldri tækni að greiða stöðugjöldin gegnum farsíma. Notendur þjónustunnar byrja á því að skrá sig til leiks hjá þjónustuveri Stokks og eru eftir það reiðubúnir til leiks. Greitt er visst mánaðargjald en þar fyrir utan greiðast eingöngu stöðugjöld samkvæmt gjaldskrá Bílastæðasjóðs. Ekki þarf að velja fyrir fram hve lengi stæði er notað þar sem eigandinn skráir bifreið sína út þegar hann kemur að henni á ný. Greitt er fyrir hverjar byrjaðar fimm mínútur. Sektir ættu því að verða fátíðari hjá þeim sem taka að greiða með símanum. Hreinn Gústavsson hjá Stokki Software segir þjónustuna ekki glænýja, hún hafi farið í útboð árið 2004 en verið illa sinnt af þeim aðilum sem þá hafi tekið hana að sér svo þeir félagar hjá Stokki hafi gengið til samninga við Bílastæðasjóð. Hugbúnaðinn skrifuðu þeir sjálfir og Stokkur greiðir allan kostnað við þjónustuna. „Við greiðum fyrir allt, einu tekjur okkar af þessu eru mánaðargjöldin og við skilum því sem fólk greiðir upp á krónu til Bílastæðasjóðs," segir Hreinn. Hann útskýrir enn fremur að notandi þjónustunnar greiði sama stöðugjald og þurfi einungis að velja með símanum það svæði sem lagt er á. Þjónustan sé þó einungis í boði á þeim svæðum Reykjavíkur þar sem eru stöðumælar eða miðavélar, hún nái ekki til bílastæðahúsanna enn sem komið er. Þeir félagar hjá Stokki eru tveir og bera þeir hitann og þungann af kynningu þjónustunnar, Hreinn var t.d. á leið niður í bæ að dreifa auglýsingamiðum um þjónustuna þegar blaðamaður náði tali af honum. Nánari upplýsingar um greiðslu stöðugjalds með farsíma má nálgast á heimasíðunni leggja.is. Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Erlent Fleiri fréttir „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Sjá meira
Reykvískir ökumenn geta frá og með deginum í dag lagt þeim sið að aka um með öskubakka og aðrar hirslur bifreiða sinna fullar af smápeningum ætluðum stöðumælum. Fyrirtækið Stokkur Software ehf. hefur í samvinnu við Bílastæðasjóð Reykjavíkurborgar hleypt af stokkunum þjónustu sem gerir ökumönnum kleift með einfaldri tækni að greiða stöðugjöldin gegnum farsíma. Notendur þjónustunnar byrja á því að skrá sig til leiks hjá þjónustuveri Stokks og eru eftir það reiðubúnir til leiks. Greitt er visst mánaðargjald en þar fyrir utan greiðast eingöngu stöðugjöld samkvæmt gjaldskrá Bílastæðasjóðs. Ekki þarf að velja fyrir fram hve lengi stæði er notað þar sem eigandinn skráir bifreið sína út þegar hann kemur að henni á ný. Greitt er fyrir hverjar byrjaðar fimm mínútur. Sektir ættu því að verða fátíðari hjá þeim sem taka að greiða með símanum. Hreinn Gústavsson hjá Stokki Software segir þjónustuna ekki glænýja, hún hafi farið í útboð árið 2004 en verið illa sinnt af þeim aðilum sem þá hafi tekið hana að sér svo þeir félagar hjá Stokki hafi gengið til samninga við Bílastæðasjóð. Hugbúnaðinn skrifuðu þeir sjálfir og Stokkur greiðir allan kostnað við þjónustuna. „Við greiðum fyrir allt, einu tekjur okkar af þessu eru mánaðargjöldin og við skilum því sem fólk greiðir upp á krónu til Bílastæðasjóðs," segir Hreinn. Hann útskýrir enn fremur að notandi þjónustunnar greiði sama stöðugjald og þurfi einungis að velja með símanum það svæði sem lagt er á. Þjónustan sé þó einungis í boði á þeim svæðum Reykjavíkur þar sem eru stöðumælar eða miðavélar, hún nái ekki til bílastæðahúsanna enn sem komið er. Þeir félagar hjá Stokki eru tveir og bera þeir hitann og þungann af kynningu þjónustunnar, Hreinn var t.d. á leið niður í bæ að dreifa auglýsingamiðum um þjónustuna þegar blaðamaður náði tali af honum. Nánari upplýsingar um greiðslu stöðugjalds með farsíma má nálgast á heimasíðunni leggja.is.
Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Erlent Fleiri fréttir „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Sjá meira