Enski boltinn

Ajax neitaði risatilboðum í Huntelaar

NordicPhotos/GettyImages

Forráðamenn hollenska knattspyrnufélagsins Ajax hafa staðfest að þeir hafi neitað tveimur risatilboðum í framherjann Klaas-Jan Huntelaar fyrir lokun félagaskiptagluggans í gær.

Sagt er að tilboðin hafi verið í kring um 40 milljónir evra og talið er að þau hafi komið frá Tottenham og Manchester City.

"Okkur brá í brún þegar við sáum þessi tilboð af því við vorum búnir að útiloka að selja hann. Það er freistandi að fá svona tilboð, en við hefðum ekki fengið neinn tíma til að finna mann í staðinn og því gátum við ekki tekið þessum tilboðum," sagði talsmaður Ajax í samtali við hollenska fjölmiðla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×