Fótbolti

Þrír leikmenn detta úr hópi Skota

David Weir kemur ekki með Skotum til Íslands
David Weir kemur ekki með Skotum til Íslands NordicPhotos/GettyImages

Þrír leikmenn hafa dregið sig úr landsliðshópi Skota fyrir leikina gegn Makedóníu og Íslandi í undankeppni HM dagana 6. og 10. september.

Þetta eru þeir David Weir hjá Rangers, David Barshall hjá Norwich og Garry O´Connor hjá Birmingham.

Í stað þeirra hefur landsliðsþjálfarinn George Burley kallað til þá Jamie Langfield hjá Aberdeen og Kirk Broadfoot hjá Rangers.

Hér fyrir neðan má sjá hóp Skota sem mætir Íslendingum á Laugardalsvellinum þann 10. september.

Markverðir:

Craig Gordon (Sunderland)

Allan McGregor (Rangers)

Jamie Langfield (Aberdeen)

Varnarmenn:

Graham Alexander (Burnley)

Darren Barr (Falkirk)

Christophe Berra (Heart of Midlothian)

Gary Caldwell (Celtic)

Callum Davidson (Preston North End)

Stephen McManus (Celtic)

Kevin McNaughton (Cardiff City)

Gary Naysmith (Sheffield United)

Kirk Broadfoot (Rangers)

Miðjumenn:

Scott Brown (Celtic)

Kris Commons (Derby County)

Darren Fletcher (Manchester United)

Paul Hartley (Celtic)

Shaun Maloney (Celtic)

James Morrison (West Bromwich Albion)

Barry Robson (Celtic)

Kevin Thomson (Rangers)

Framherjar:

Kris Boyd (Rangers)

David Clarkson (Motherwell)

James McFadden (Birmingham)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×