Tíu bestu kaupin hjá Sir Alex Ferguson Elvar Geir Magnússon skrifar 26. ágúst 2008 17:00 Roy Keane og Peter Schmeichel. Sir Alex Ferguson hefur keypt marga frábæra leikmenn á þeim 22 árum sem hann hefur verið við stjórnvölinn hjá Manchester United. Sérfræðingar The Sun hafa tekið saman tíu bestu leikmannakaup hans að sínu mati. Það segir sitt að frábærir leikmenn eins og Mark Hughes, Gary Pallister, Paul Ince, Jaap Stam og Nemanja Vidic komust ekki á þennan lista. 1. Roy Keane - 1993(3,75 milljónir punda) Bestu kaupin voru á írska miðjumanninum Roy Keane. Þessi mikli baráttujaxl bjó kannski ekki yfir mikilli tækni en var ótrúlegur leiðtogi og drifkraftur. Hann lagði sig alltaf allan fram á þeim fjölmörgu árum sem hann lék í búningi Manchester United. 2. Peter Schmeichel - 1991(550 þúsund pund) Besti markvörður í sögu United og að margra mati besti markvörður allra tíma. Þessi danski risi var ekki mjög þekktur þegar Ferguson fékk hann en sló svo sannarlega í gegn og lokaði rammanum. Eric Cantona. 3. Eric Cantona - 1992(1,2 milljón pund) Átti fimm ógleymanleg ár á Old Trafford. Ótrúlega hæfileikaríkur sóknarmaður og skemmtilegur karakter. Orðspor hans skaðaðist þegar hann tók kung-fu spark á stuðningsmann Crystal Palace en aðdáendur United voru fljótir að fyrirgefa honum. 4. Cristiano Ronaldo - 2003(12 milljónir punda) Þessi portúgalski töfradrengur var óstöðvandi á síðasta tímabili og hann mun hækka upp þennan lista ef hann heldur uppteknum hætti á þessu. Á stóran þátt í sigri United í úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni. 5. Ruud van Nistelrooy - 2001(19 milljónir punda) Hann fór í illu en hafði þá þegar unnið sér inn sæti í hjarta stuðningsmanna United. Skoraði yfir 150 mörk í búningi félagsins. Í dag er Ferguson að leita að leikmanni svipuðum honum svo hann sér kannski eftir því að hafa sleppt Nistelrooy á sínum tíma. 6. Denis Irwin - 1990(625 þúsund pund) Þessi írski bakvörður steig vart feilspor og stóð alltaf fyrir sínu. Þá voru aukaspyrnur hans á hinum enda vallarins stórhættulegar. Ole Gunnar Solskjær. 7. Ole Gunnar Solskjær - 1996 (1,5 milljón pund) Var kannski ekki fastamaður í byrjunarliðinu en reyndist United ansi mikilvægur. Skoraði mörg eftirminnileg mörk eftir að hafa komið af bekknum. Skoraði meðal annars þegar United vann Meistaradeildina 1999. 8. Rio Ferdinand - 2002(30 milljónir punda) Er kominn í hóp bestu varnarmanna heims. Ótrúlega öflugur og býr yfir leiðtogahæfileikum. Besti varnarmaður United síðan Jaap Stam var í öftustu línu. 9. Steve Bruce - 1987(800 þúsund pund) Myndaði frábært miðvarðapar með Gary Pallister. Var ekki bara frábær varnarmaður heldur skilaði alltaf nóg af mörkum. 10. Wayne Rooney - 2004(27 milljónir punda) Hefur átt fjögur frábær ár hjá Manchester United. Með ótrúlegt keppnisskap og leggur sig allan fram. Mætti skora meira en það er ekki hægt að kvarta yfir hans framlagi síðan hann kom frá Everton. Enski boltinn Mest lesið Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Handbolti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Íslenski boltinn Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Handbolti Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Dagskráin í dag: Meistarinn mætir til leiks í úrvalsdeildinni Sport „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Körfubolti Má spila þrátt fyrir áfrýjun Fótbolti Fleiri fréttir Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Lítur út fyrir að United þurfi að bíða eftir Amorim Liverpool, Arsenal og Manchester United sluppu við hvert annað Ruud sagði heppnina loks með sínum mönnum í liði Markadrottningin Miedema undir hnífinn á nýjan leik Tottenham henti Man City úr keppni Stefán Teitur átti ekki möguleika gegn Arsenal | Newcastle lagði Chelsea Man Utd örugglega áfram í fyrsta leik Nistelrooy sem þjálfara Liverpool áfram eftir fjörugan síðari hálfleik Ten Hag vildi fá Welbeck til United Scholes segir að Amorim minni sig á Ten Hag Mourinho var bara að segja brandara Hefur ekki tekið ákvörðun um að taka við Man. Utd Willum Þór með stoðsendingaþrennu í stórsigri Luke Shaw verður lengur frá keppni en talið var fyrst Sonur Dagnýjar leiddi Bowen inn á fyrir leikinn gegn United Sporting staðfestir áhuga United á Amorim Hver er þessi Rúben Amorim? Sá besti ekki einu sinn tilnefndur í ensku úrvalsdeildinni Haaland skrópaði líka og fór frekar á leik í Svíþjóð Segja Man. United tilbúið að borga einn og hálfan milljarð fyrir Amorim Jón Daði í vinnu fyrir Hollywoodstjörnur: „Þetta gerðist mjög hratt“ Åge vill sjá samlanda sinn Solskjær taka við Man Utd á nýjan leik Sjá meira
Sir Alex Ferguson hefur keypt marga frábæra leikmenn á þeim 22 árum sem hann hefur verið við stjórnvölinn hjá Manchester United. Sérfræðingar The Sun hafa tekið saman tíu bestu leikmannakaup hans að sínu mati. Það segir sitt að frábærir leikmenn eins og Mark Hughes, Gary Pallister, Paul Ince, Jaap Stam og Nemanja Vidic komust ekki á þennan lista. 1. Roy Keane - 1993(3,75 milljónir punda) Bestu kaupin voru á írska miðjumanninum Roy Keane. Þessi mikli baráttujaxl bjó kannski ekki yfir mikilli tækni en var ótrúlegur leiðtogi og drifkraftur. Hann lagði sig alltaf allan fram á þeim fjölmörgu árum sem hann lék í búningi Manchester United. 2. Peter Schmeichel - 1991(550 þúsund pund) Besti markvörður í sögu United og að margra mati besti markvörður allra tíma. Þessi danski risi var ekki mjög þekktur þegar Ferguson fékk hann en sló svo sannarlega í gegn og lokaði rammanum. Eric Cantona. 3. Eric Cantona - 1992(1,2 milljón pund) Átti fimm ógleymanleg ár á Old Trafford. Ótrúlega hæfileikaríkur sóknarmaður og skemmtilegur karakter. Orðspor hans skaðaðist þegar hann tók kung-fu spark á stuðningsmann Crystal Palace en aðdáendur United voru fljótir að fyrirgefa honum. 4. Cristiano Ronaldo - 2003(12 milljónir punda) Þessi portúgalski töfradrengur var óstöðvandi á síðasta tímabili og hann mun hækka upp þennan lista ef hann heldur uppteknum hætti á þessu. Á stóran þátt í sigri United í úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni. 5. Ruud van Nistelrooy - 2001(19 milljónir punda) Hann fór í illu en hafði þá þegar unnið sér inn sæti í hjarta stuðningsmanna United. Skoraði yfir 150 mörk í búningi félagsins. Í dag er Ferguson að leita að leikmanni svipuðum honum svo hann sér kannski eftir því að hafa sleppt Nistelrooy á sínum tíma. 6. Denis Irwin - 1990(625 þúsund pund) Þessi írski bakvörður steig vart feilspor og stóð alltaf fyrir sínu. Þá voru aukaspyrnur hans á hinum enda vallarins stórhættulegar. Ole Gunnar Solskjær. 7. Ole Gunnar Solskjær - 1996 (1,5 milljón pund) Var kannski ekki fastamaður í byrjunarliðinu en reyndist United ansi mikilvægur. Skoraði mörg eftirminnileg mörk eftir að hafa komið af bekknum. Skoraði meðal annars þegar United vann Meistaradeildina 1999. 8. Rio Ferdinand - 2002(30 milljónir punda) Er kominn í hóp bestu varnarmanna heims. Ótrúlega öflugur og býr yfir leiðtogahæfileikum. Besti varnarmaður United síðan Jaap Stam var í öftustu línu. 9. Steve Bruce - 1987(800 þúsund pund) Myndaði frábært miðvarðapar með Gary Pallister. Var ekki bara frábær varnarmaður heldur skilaði alltaf nóg af mörkum. 10. Wayne Rooney - 2004(27 milljónir punda) Hefur átt fjögur frábær ár hjá Manchester United. Með ótrúlegt keppnisskap og leggur sig allan fram. Mætti skora meira en það er ekki hægt að kvarta yfir hans framlagi síðan hann kom frá Everton.
Enski boltinn Mest lesið Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Handbolti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Íslenski boltinn Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Handbolti Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Dagskráin í dag: Meistarinn mætir til leiks í úrvalsdeildinni Sport „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Körfubolti Má spila þrátt fyrir áfrýjun Fótbolti Fleiri fréttir Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Lítur út fyrir að United þurfi að bíða eftir Amorim Liverpool, Arsenal og Manchester United sluppu við hvert annað Ruud sagði heppnina loks með sínum mönnum í liði Markadrottningin Miedema undir hnífinn á nýjan leik Tottenham henti Man City úr keppni Stefán Teitur átti ekki möguleika gegn Arsenal | Newcastle lagði Chelsea Man Utd örugglega áfram í fyrsta leik Nistelrooy sem þjálfara Liverpool áfram eftir fjörugan síðari hálfleik Ten Hag vildi fá Welbeck til United Scholes segir að Amorim minni sig á Ten Hag Mourinho var bara að segja brandara Hefur ekki tekið ákvörðun um að taka við Man. Utd Willum Þór með stoðsendingaþrennu í stórsigri Luke Shaw verður lengur frá keppni en talið var fyrst Sonur Dagnýjar leiddi Bowen inn á fyrir leikinn gegn United Sporting staðfestir áhuga United á Amorim Hver er þessi Rúben Amorim? Sá besti ekki einu sinn tilnefndur í ensku úrvalsdeildinni Haaland skrópaði líka og fór frekar á leik í Svíþjóð Segja Man. United tilbúið að borga einn og hálfan milljarð fyrir Amorim Jón Daði í vinnu fyrir Hollywoodstjörnur: „Þetta gerðist mjög hratt“ Åge vill sjá samlanda sinn Solskjær taka við Man Utd á nýjan leik Sjá meira