Kisan vekur athygli í New York 29. september 2008 07:30 Þórunn Anspach og Olivier Bremond, hér með rekstrarstjóranum Lionel Guy-Bremont, segjast bjartsýn á gott gengi í New York í greinni í Women‘s Wear Daily. Tískuritið Women’s Wear Daily fjallaði um nýja verslun Kisunnar í SoHo í New York í síðustu viku. Ritið er eitt það allra virtasta í tískubransanum og lesið af flestöllum sem í honum starfa. Í greininni er rætt við Þórunni Anspach og Olivier Bremond, eigendur Kisunnar bæði hér heima og í New York, og lýsir blaðamaður WWD Kisunni sem blöndu af „fágaðri Parísartísku og grófum skrautmunum og prjónavörum frá fæðingarlandi Anspach, Íslandi.“ Hjónin segja meðal annars að verslunin á Íslandi gangi vel þrátt fyrir kreppu hér á landi. „Reykjavík er mjög lítil. Þar er færra fólk en í SoHo. Á Íslandi eru miklir fjámálaörðugleikar. Fasteignamarkaðurinn er á niðurleið og margar búðir eru að loka. Samt er Kisan alltaf troðfull,“ segir Olivier, sem býst við góðu gengi í New York líka. Hjónin segjast hefja reksturinn í New York með vörum að virði yfir 1 milljón Bandaríkjadala á lager og búast við góðu gengi. „Lúxus ætti að vera öllum aðgengilegur,“ segir Bremond í greininni, en þar kemur fram að verð varanna í Kisunni sé á bilinu 5-5.000 dollarar, fyrir allt frá geisladiskum og bókum til merkjavara og húsgagna. „Þetta er mjög persónulegt,“ segir Þórunn. „Hugmyndin var að safna öllu því sem við elskum saman.“ Kisan er til húsa á 125 Greene Street í SoHo, en húsakynni hennar voru hönnuð af stofunni Work Architects, sem hönnuðu einnig verslun Diane Von Furstenberg í New York. Þar er að finna ýmsar íslenskar vörur, svo sem frá Steinunni Sigurðardóttur, Farmer‘s Market, Aurum og 66° Norður, sem blaðamaður WWD kallar „svar Íslands við The North Face“. Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Fleiri fréttir Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Tískuritið Women’s Wear Daily fjallaði um nýja verslun Kisunnar í SoHo í New York í síðustu viku. Ritið er eitt það allra virtasta í tískubransanum og lesið af flestöllum sem í honum starfa. Í greininni er rætt við Þórunni Anspach og Olivier Bremond, eigendur Kisunnar bæði hér heima og í New York, og lýsir blaðamaður WWD Kisunni sem blöndu af „fágaðri Parísartísku og grófum skrautmunum og prjónavörum frá fæðingarlandi Anspach, Íslandi.“ Hjónin segja meðal annars að verslunin á Íslandi gangi vel þrátt fyrir kreppu hér á landi. „Reykjavík er mjög lítil. Þar er færra fólk en í SoHo. Á Íslandi eru miklir fjámálaörðugleikar. Fasteignamarkaðurinn er á niðurleið og margar búðir eru að loka. Samt er Kisan alltaf troðfull,“ segir Olivier, sem býst við góðu gengi í New York líka. Hjónin segjast hefja reksturinn í New York með vörum að virði yfir 1 milljón Bandaríkjadala á lager og búast við góðu gengi. „Lúxus ætti að vera öllum aðgengilegur,“ segir Bremond í greininni, en þar kemur fram að verð varanna í Kisunni sé á bilinu 5-5.000 dollarar, fyrir allt frá geisladiskum og bókum til merkjavara og húsgagna. „Þetta er mjög persónulegt,“ segir Þórunn. „Hugmyndin var að safna öllu því sem við elskum saman.“ Kisan er til húsa á 125 Greene Street í SoHo, en húsakynni hennar voru hönnuð af stofunni Work Architects, sem hönnuðu einnig verslun Diane Von Furstenberg í New York. Þar er að finna ýmsar íslenskar vörur, svo sem frá Steinunni Sigurðardóttur, Farmer‘s Market, Aurum og 66° Norður, sem blaðamaður WWD kallar „svar Íslands við The North Face“.
Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Fleiri fréttir Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira