Glitnir þjóðnýttur fyrir 84 milljarða króna 29. september 2008 09:33 Lárus Welding, forstjóri Glitnis, situr niðurlútur á milli seðlabankastjórnanna Eiríks Guðnasonar og Davíðs Oddssonar. MYND/Jón Hákon Ríkisstjórn Íslands mun eignast 75 prósenta hlut í Glitni samkvæmt samkomulagi milli ríkisstjórnar Íslands og eigenda Glitnis banka. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabankanum. Þetta er gert með hliðsjón af þröngri lausafjárstöðu Glitnis og einstaklega erfiðum aðstæðum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum um þessar mundir. Ríkisjóður greiðir 600 milljónir evra eða um 84 milljarða króna fyrir hlutinn í Glitni. Boðað verður til hluthafafundar í Glitni svo fljótt sem samþykktir leyfa þar sem tillaga þar að lútandi verður lögð fram til samþykktar. Fjármálaeftirlitið metur eiginfjárstöðu og eignasafn Glitnis traust. Eiginfjárhlutfall Glitnis verður 14,5 prósent eftir þessa aðgerð. Rekstur bankans verður með eðlilegum hætti eftir því sem bankinn segir. Glitnir hafði frumkvæði að aðgerðunumDavíð Oddsson seðlabankastjóri í Seðlabankanum í morgun.MYND/Stöð 2„Ríkissjóður stefnir ekki að því að eiga eignarhlutinn í bankanum til langframa. Tilgangurinn með þessari aðgerð er að tryggja stöðugleika í fjármálakerfinu," segir enn fremur í tilkynningunni.Fram kom í máli Davíðs Odddssonar seðlabankastjóra á blaðamannafundi í Seðlabankanum í morgun að forsvarsmenn Glitnis hefðu haft samband við Seðlabanka Íslands í síðustu viku vegna vandræða og hefur síðan þá verið unnið að lausn vandans.Enginn annar banki hefur leitað til Seðlabankans um aðstoð. Þá kom fram á fundinum að fjármálaráðuneytið muni fara með hlut ríkisins í Glitni og skipa stjórnarmenn sem fara munu fyrir þeim hlut. Gjaldeyrisvaraforði Seðlabankans er nýttur til hlutafjárkaupanna og minnkar hann því sem þessari upphæð nemur.Þá sögðu bæði Davíð Oddssson og Lárus Welding, forstjóri Glitnis, að um skammtímalauafjárvanda væri að ræða sem rekja mætti til falls bandaríska bankans Lehman Brothers. Tengdar fréttir Ekki hægt að taka út úr sjóðum Glitnis í dag Ekki verður hægt að taka út úr sjóðum Glitnis í dag en hægt er að taka fé út af almennum bankareikningum. 29. september 2008 10:38 Steingrímur J: Allt á trúnaðarstigi Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, vildi ekkert tjá sig um fund formanna stjórnmálaflokkanna með Seðlabankastjórunum í Seðlabankanum í kvöld. "Þetta er allt á trúnaðarstiginu. Það er bara þannig," segir Steingrímur J. í samtali við Vísi. 29. september 2008 00:27 Starfsmenn Glitnis slegnir yfir tíðindunum Fulltrúi starfsmanna Glitnis sem fréttastofa ræddi við í morgun sagði að þeir væru slegnir yfir tíðindunum líkt og þjóðfélagið allt. Góðu tíðindin væru þau að tilkynnt hefði verið í morgun að bankinn yrði rekinn áfram og nú yrði reynt að halda þessu á floti, eins og það var orðað. 29. september 2008 10:20 Blóðrauð opnun í Kauphöllinni Úrvalsvísitalan hefur tekið dýfu við opnun markaða í morgun. Hefur vísitalan lækkað um fjögur prósent og stendur núna í 4.107 stigum. 29. september 2008 10:19 Leynd yfir efni Seðlabankafundar Alger trúnaður og þar með leynd, hvíla yfir því sem fram fór á fundum í forsætisráðuneytinu í gær og í Seðlabankanum seint í gærkvöldi. 29. september 2008 07:55 Höfum séð sömu hluti gerast erlendis segir Lárus Welding Lárus Welding bankastjóri Glitnis segir í tilkynningu frá bankanum að menn hafí séð sömu hluti gerast erlendis og nú eru að gerast með kaup ríkisins á 75% hlut í bankanum. 29. september 2008 09:32 Stoðir senda tilkynningu um stöðu sína síðar í dag Von er á tilkynningu frá Stoðum, sem áður hét FL Group, síðar í dag vegna stöðu fyrirtækisins í tengslum við þjóðnýtingu Glitnis. 29. september 2008 10:17 Norðmenn hafa miklar áhyggjur af örlögum Glitnis Norskir viðskiptamiðlar hafa flutt ítarlegar fréttir af örlögum Glitnis og greinilegt er að Norðmenn hafa miklar áhyggjur af málinu. Um leið og fréttist af kaupum ríkissjóðs fékk DnB Nor bankinn mikinn skell í kauphöllinni í Osló en hlutir í honum féllu um rúmlega 7% við tíðindin. 29. september 2008 10:35 FME stöðvar öll viðskipti með Glitni - Blaðamannafundur í Seðlabankanum Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að stöðva tímabundið viðskipti með alla fjármálagerninga sem gefnir eru út af Glitni banka hf., sem teknir hafa verið til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði. 29. september 2008 09:16 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Segir það ekki óeðlilegt að fólk vilji sæti við borðið Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands mun eignast 75 prósenta hlut í Glitni samkvæmt samkomulagi milli ríkisstjórnar Íslands og eigenda Glitnis banka. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabankanum. Þetta er gert með hliðsjón af þröngri lausafjárstöðu Glitnis og einstaklega erfiðum aðstæðum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum um þessar mundir. Ríkisjóður greiðir 600 milljónir evra eða um 84 milljarða króna fyrir hlutinn í Glitni. Boðað verður til hluthafafundar í Glitni svo fljótt sem samþykktir leyfa þar sem tillaga þar að lútandi verður lögð fram til samþykktar. Fjármálaeftirlitið metur eiginfjárstöðu og eignasafn Glitnis traust. Eiginfjárhlutfall Glitnis verður 14,5 prósent eftir þessa aðgerð. Rekstur bankans verður með eðlilegum hætti eftir því sem bankinn segir. Glitnir hafði frumkvæði að aðgerðunumDavíð Oddsson seðlabankastjóri í Seðlabankanum í morgun.MYND/Stöð 2„Ríkissjóður stefnir ekki að því að eiga eignarhlutinn í bankanum til langframa. Tilgangurinn með þessari aðgerð er að tryggja stöðugleika í fjármálakerfinu," segir enn fremur í tilkynningunni.Fram kom í máli Davíðs Odddssonar seðlabankastjóra á blaðamannafundi í Seðlabankanum í morgun að forsvarsmenn Glitnis hefðu haft samband við Seðlabanka Íslands í síðustu viku vegna vandræða og hefur síðan þá verið unnið að lausn vandans.Enginn annar banki hefur leitað til Seðlabankans um aðstoð. Þá kom fram á fundinum að fjármálaráðuneytið muni fara með hlut ríkisins í Glitni og skipa stjórnarmenn sem fara munu fyrir þeim hlut. Gjaldeyrisvaraforði Seðlabankans er nýttur til hlutafjárkaupanna og minnkar hann því sem þessari upphæð nemur.Þá sögðu bæði Davíð Oddssson og Lárus Welding, forstjóri Glitnis, að um skammtímalauafjárvanda væri að ræða sem rekja mætti til falls bandaríska bankans Lehman Brothers.
Tengdar fréttir Ekki hægt að taka út úr sjóðum Glitnis í dag Ekki verður hægt að taka út úr sjóðum Glitnis í dag en hægt er að taka fé út af almennum bankareikningum. 29. september 2008 10:38 Steingrímur J: Allt á trúnaðarstigi Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, vildi ekkert tjá sig um fund formanna stjórnmálaflokkanna með Seðlabankastjórunum í Seðlabankanum í kvöld. "Þetta er allt á trúnaðarstiginu. Það er bara þannig," segir Steingrímur J. í samtali við Vísi. 29. september 2008 00:27 Starfsmenn Glitnis slegnir yfir tíðindunum Fulltrúi starfsmanna Glitnis sem fréttastofa ræddi við í morgun sagði að þeir væru slegnir yfir tíðindunum líkt og þjóðfélagið allt. Góðu tíðindin væru þau að tilkynnt hefði verið í morgun að bankinn yrði rekinn áfram og nú yrði reynt að halda þessu á floti, eins og það var orðað. 29. september 2008 10:20 Blóðrauð opnun í Kauphöllinni Úrvalsvísitalan hefur tekið dýfu við opnun markaða í morgun. Hefur vísitalan lækkað um fjögur prósent og stendur núna í 4.107 stigum. 29. september 2008 10:19 Leynd yfir efni Seðlabankafundar Alger trúnaður og þar með leynd, hvíla yfir því sem fram fór á fundum í forsætisráðuneytinu í gær og í Seðlabankanum seint í gærkvöldi. 29. september 2008 07:55 Höfum séð sömu hluti gerast erlendis segir Lárus Welding Lárus Welding bankastjóri Glitnis segir í tilkynningu frá bankanum að menn hafí séð sömu hluti gerast erlendis og nú eru að gerast með kaup ríkisins á 75% hlut í bankanum. 29. september 2008 09:32 Stoðir senda tilkynningu um stöðu sína síðar í dag Von er á tilkynningu frá Stoðum, sem áður hét FL Group, síðar í dag vegna stöðu fyrirtækisins í tengslum við þjóðnýtingu Glitnis. 29. september 2008 10:17 Norðmenn hafa miklar áhyggjur af örlögum Glitnis Norskir viðskiptamiðlar hafa flutt ítarlegar fréttir af örlögum Glitnis og greinilegt er að Norðmenn hafa miklar áhyggjur af málinu. Um leið og fréttist af kaupum ríkissjóðs fékk DnB Nor bankinn mikinn skell í kauphöllinni í Osló en hlutir í honum féllu um rúmlega 7% við tíðindin. 29. september 2008 10:35 FME stöðvar öll viðskipti með Glitni - Blaðamannafundur í Seðlabankanum Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að stöðva tímabundið viðskipti með alla fjármálagerninga sem gefnir eru út af Glitni banka hf., sem teknir hafa verið til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði. 29. september 2008 09:16 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Segir það ekki óeðlilegt að fólk vilji sæti við borðið Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Sjá meira
Ekki hægt að taka út úr sjóðum Glitnis í dag Ekki verður hægt að taka út úr sjóðum Glitnis í dag en hægt er að taka fé út af almennum bankareikningum. 29. september 2008 10:38
Steingrímur J: Allt á trúnaðarstigi Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, vildi ekkert tjá sig um fund formanna stjórnmálaflokkanna með Seðlabankastjórunum í Seðlabankanum í kvöld. "Þetta er allt á trúnaðarstiginu. Það er bara þannig," segir Steingrímur J. í samtali við Vísi. 29. september 2008 00:27
Starfsmenn Glitnis slegnir yfir tíðindunum Fulltrúi starfsmanna Glitnis sem fréttastofa ræddi við í morgun sagði að þeir væru slegnir yfir tíðindunum líkt og þjóðfélagið allt. Góðu tíðindin væru þau að tilkynnt hefði verið í morgun að bankinn yrði rekinn áfram og nú yrði reynt að halda þessu á floti, eins og það var orðað. 29. september 2008 10:20
Blóðrauð opnun í Kauphöllinni Úrvalsvísitalan hefur tekið dýfu við opnun markaða í morgun. Hefur vísitalan lækkað um fjögur prósent og stendur núna í 4.107 stigum. 29. september 2008 10:19
Leynd yfir efni Seðlabankafundar Alger trúnaður og þar með leynd, hvíla yfir því sem fram fór á fundum í forsætisráðuneytinu í gær og í Seðlabankanum seint í gærkvöldi. 29. september 2008 07:55
Höfum séð sömu hluti gerast erlendis segir Lárus Welding Lárus Welding bankastjóri Glitnis segir í tilkynningu frá bankanum að menn hafí séð sömu hluti gerast erlendis og nú eru að gerast með kaup ríkisins á 75% hlut í bankanum. 29. september 2008 09:32
Stoðir senda tilkynningu um stöðu sína síðar í dag Von er á tilkynningu frá Stoðum, sem áður hét FL Group, síðar í dag vegna stöðu fyrirtækisins í tengslum við þjóðnýtingu Glitnis. 29. september 2008 10:17
Norðmenn hafa miklar áhyggjur af örlögum Glitnis Norskir viðskiptamiðlar hafa flutt ítarlegar fréttir af örlögum Glitnis og greinilegt er að Norðmenn hafa miklar áhyggjur af málinu. Um leið og fréttist af kaupum ríkissjóðs fékk DnB Nor bankinn mikinn skell í kauphöllinni í Osló en hlutir í honum féllu um rúmlega 7% við tíðindin. 29. september 2008 10:35
FME stöðvar öll viðskipti með Glitni - Blaðamannafundur í Seðlabankanum Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að stöðva tímabundið viðskipti með alla fjármálagerninga sem gefnir eru út af Glitni banka hf., sem teknir hafa verið til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði. 29. september 2008 09:16