Gera þurfti hlé á lokaæfingunni fyrir ítalska kappaksturinn á Monza-brautinni vegna rigningar í morgun.
Aðstæður voru þó ekki jafn slæmar og á æfingunni í gærmorgun er úrhellið var svo mikið að það flæddi inn á viðgerðarsvæðin hjá liðunum.
Timo Glock náði bestum tíma í morgun en Lewis Hamilton þeim lakasta. Það skiptir þó engu máli þegar út í tímatökuna verður komið síðar í dag.
Hamilton er almennt talinn einn besti ökumaður Formúlunnar í rigningu en spáð er blautviðri bæði í tímatökunum og í keppninni á morgun.
Tímatakan hefst nú á hádegi og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti.
Formúla 1