Enski boltinn

Curbishley sakar stjórn West Ham um trúnaðarbrest

AFP

Alan Curbishley sendi frá sér stutta yfirlýsingu í gegn um samtök knattspyrnustjóra í ensku úrvalsdeildinni nú síðdegis þar sem hann gefur upp ástæðu fyrir óvæntri uppsögn sinni hjá West Ham í dag.

Curbishley segist dapur yfir því að vera að yfirgefa félag sem hann hafi elskað í á fjórða áratug, en sakar stjórn félagsins um trúnaðarbrest.

Í yfirlýsingu frá Curbishley segir meðal annars þetta:

"Ég hef verið stoltur af að stýra liðinu í þennan tíma og því var þessi ákvörðun mín mjög erfið. Það að geta stillt upp liði eftir sínu höfði er stór þáttur í starfi knattspyrnustjóra og ég var með samkomulag við stjórn félagsins um að ég fengi að ráða því hvernig leikmannahópurinn yrði samsettur. Félagið tók hinsvegar ítrekað ákvarðanir í leikmannamálum án þess að hafa mig með í ráðum. Ég hafði því ekki um annað að velja en að fara eftir slíkan trúnaðarbrest. Ég óska félaginu alls hins besta í framtíðinni þrátt fyrir þetta."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×