Enski boltinn

Þýskir miðlar lítt hrifnir af kaupum Arsenal

NordcPhotos/GettyImages

Arsenal gekk í gær frá kaupum á miðjumanninum unga Amaury Bischoff frá Werder Bremen í Þýskalandi. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er þekktur fyrir að gera góð kaup í ungum leikmönnum, en ef marka má þýska miðla hefur honum mistekist í þetta sinn.

Eitt þýsku blaðanna sló því þannig upp að "ónothæfur leikmaður Bremen væri kominn til Arsenal."

Bischoff er fæddur í Frakklandi en spilar með yngri liðum Portúgal af því móðir hans er frá Portúgal.

Hinn 21 árs gamli miðjumaður hefur hinsvegar lítið komið við sögu með landsliðinu og Bremen, því hann hefur átt við mikil meiðsli að stríða undanfarið og m.a. að baki tvær aðgerðir á nára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×