Enski boltinn

Sörensen ákveðinn í að standa sig

Elvar Geir Magnússon skrifar
Thomas Sörensen.
Thomas Sörensen.

Markvörðurinn Thomas Sörensen segist enn hafa erindi í ensku úrvalsdeildina. Hann var leystur undan samningi við Aston Villa í sumar þar sem hann var ekki í áætlunum liðsins.

Hann er nú kominn til Stoke City og hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið. Stoke komst upp úr ensku 1. deildinni á síðasta tímabili.

„Ég er kominn í félag þar sem metnaðurinn er gríðarlega mikill. Ég er ánægður með að knattspyrnustjórinn sé að gefa mér tækifæri til að spila í ensku úrvalsdeildinni aftur," sagði Sörensen.

„Ég tel mig enn eiga erindi í þessa deild og ætla að sanna það. Fyrsti leikur Stoke á tímabilinu verður gegn Aston Villa og ég neita því ekki að það væri draumur að ná sigri þar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×