Enski boltinn

Knattspyrnusambandið kærir Barton

Joey Barton hefur átt í vandræðum innan sem utan vallar
Joey Barton hefur átt í vandræðum innan sem utan vallar NordcPhotos/GettyImages

Raunasaga miðjumannsins Joey Barton er enn ekki öll, því nú hefur enska knattspyrnusambandið kært hann vegna árásarinnar á fyrrum liðsfélaga sinn Ousmane Dabo þegar hann var hjá Manchester City.

Barton fékk skilorðsbundinn dóm vegna atviksins þann 1. júlí sl, en atvikið átti sér stað á æfingasvæði City í maí í fyrra. Enska knattspyrnusambandið er nú að fara yfir öll gögn í málinu og hefur gefið Barton frest til 13. ágúst til að svara fyrir sig.

Barton á væntanlega yfir höfði sér leikbann vegna málsins, en hann er fyrir nokkru laus úr fangelsi vegna annarar líkamsárásar.

Honum hefur verið gefið annað tækifæri með liði Newcastle, en endurkoma hans gæti frestast eitthvað af hann verður dæmdur í bann af enska knattspyrnusambandinu.

Barton er byrjaður að æfa með Newcastle, en ekki er reiknað með því að hann komi sér í form fyrr en eftir nokkrar vikur eftir að hafa dúsað í fangelsi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×