Enski boltinn

Curbishley er ekki hræddur um að missa vinnuna

NordcPhotos/GettyImages

Alan Curbishley, stjóri West Ham í ensku úrvalsdeildinni, segist sofa rólegur þó hann sé að mati enskra veðbanka talinn líklegastur til að verða fyrsti stjórinn sem látinn verður taka pokann sinn í deildinni á komandi tímabili.

"Ég hef ekki áhyggjur af þessu. Ég er ekki maður sem veðjar og ég er búinn að vera undir smásjánni á þennan hátt í 15 ár hjá Charlton. Ég held að sé ekki meiri pressa á mér en öðrum," sagði Curbishley í samtali við Sun.

Curbishley, ásamt Gary Megson hjá Bolton og Kevin Keegan hjá Newcastle - eru taldir líklegustu stjórarnir til að verða reknir fyrst á leiktíðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×