Alonso: Hamilton getur orðið heimsmeistari 28. febrúar 2008 10:23 Nordic Photos / Getty Images Fernando Alonso telur fyrrum félaga sinn Lewis Hamilton hjá McLaren eiga ágætar líkur á því að standa uppi sem heimsmeistari ökuþóra í Formúlu 1 á næsta tímabili. Grunnt var á því góða milli Alonso og Hamilton þegar þeir voru liðsfélagar hjá McLaren á síðasta tímabili og svo fór á endanum að Kimi Raikkönen skaut þeim ref fyrir rass og sigraði. "Þetta verður allt mikið auðveldara fyrir Hamilton á þessu ári af því hann er reynslunni ríkari. Hann þekkir orðið allar brautirnar og hvernig keppni á hverjum stað gengur fyrir sig," sagði Alonso í samtali við BBC og var því næst spurður hvort hann teldi hinn 23 ára gamla Hamilton eiga möguleika á titlinum. "Mögulega - já," sagði Spánverjinn. Hann telur þó að ekki megi gleyma heimsmeistaranum frá Finnlandi. "Ferrari og McLaren verða í kjörstöðu tila ð berjast um titilinn en ef ég á að nefna einn mann, þá held ég að það sé Kimi. Hann er meistarinn og maðurinn sem allir miða sig við núna." Formúla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Fernando Alonso telur fyrrum félaga sinn Lewis Hamilton hjá McLaren eiga ágætar líkur á því að standa uppi sem heimsmeistari ökuþóra í Formúlu 1 á næsta tímabili. Grunnt var á því góða milli Alonso og Hamilton þegar þeir voru liðsfélagar hjá McLaren á síðasta tímabili og svo fór á endanum að Kimi Raikkönen skaut þeim ref fyrir rass og sigraði. "Þetta verður allt mikið auðveldara fyrir Hamilton á þessu ári af því hann er reynslunni ríkari. Hann þekkir orðið allar brautirnar og hvernig keppni á hverjum stað gengur fyrir sig," sagði Alonso í samtali við BBC og var því næst spurður hvort hann teldi hinn 23 ára gamla Hamilton eiga möguleika á titlinum. "Mögulega - já," sagði Spánverjinn. Hann telur þó að ekki megi gleyma heimsmeistaranum frá Finnlandi. "Ferrari og McLaren verða í kjörstöðu tila ð berjast um titilinn en ef ég á að nefna einn mann, þá held ég að það sé Kimi. Hann er meistarinn og maðurinn sem allir miða sig við núna."
Formúla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira