Handbolti

Olsson og Lindgren taka við sænska landsliðinu

Staffan Olsson lék með Kiel í Þýskalandi á sínum tíma
Staffan Olsson lék með Kiel í Þýskalandi á sínum tíma NordcPhotos/GettyImages

Sænska handknattleikssambandið gekk um helgina frá samningi við þá Staffan Olson og Ola Lindgren sem taka munu við þjálfun sænska landsliðsins af Ingemar Linnéll.

Fyrsta verkefni þeirra félaga verður undankeppni EM 2010 í haust þar sem liðið mætir Georgíu. Þeir félagar eru tveir af reyndustu landsliðsmönnum Svía frá upphafi og eiga að baki yfir 700 landsleiki sín á milli.

Olsson er þjálfari Hammarby í Svíþjóð en Lindgren stýrir Nordhorn í Þýskalandi. Þeir eru báðir 44 ára gamlir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×