Erlent

Neyðarástand í Alþjóðlegu geimstöðinni

Ég fyrst. Nei ég.
Ég fyrst. Nei ég.

Geimfararnir í Alþjóðlegum geimstöðinni eru í verulegum vandræðum. Klósettið þeirra er bilað.

Geimferjan Discovery mun væntanlega færa þeim varahluti þegar hún tengist við geimstöðina á mánudag.

En geimfararnir geta skiljanlega ekki haldið í sér svo lengi. Og það er dálítið langt út í móa hjá þeim.

Þeir hafa gripið til þess ráðs að fara á klósettið í Soyus geimfari sem er nokkurskonar björgunarbátur fyrir geimstöðina.

En Soyus farið er lítið og sorptankur þess var fljótur að fyllast.

Geimfararnir notast nú við plastpoka....en við ætlum ekkert að fara nánar út í það.

Allavega verða þeir fegnir að sjá Discovery á mánudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×