Epal og Liborius saman í miðbæinn Annas Sigmundsson skrifar 2. júlí 2008 00:01 Hildur Björgvinsdóttir Starfsmaður í nýju versluninni. Verslunin er bæði ætluð Íslendingum og erlendum ferðamönnum. fréttablaðið/gva Ekki eru allir búnir að missa trúna á Laugaveginum sem verslunargötu. Fyrir stuttu opnuðu fyrirtækin Epal og Liborius nýja verslun á Laugavegi 7. Epal hefur fram að þessu verið með verslun í Skeifunni og fríhöfninni í Leifsstöð. ,,Okkur fannst það skemmtilegur leikur að fara niður á Laugaveg,“ segir Ingibjörg Friðjónsdóttir, sölustjóri hjá Epal. Spurð um markhópinn segir hún að búðin á Laugaveginum sé ætluð öllum. ,,Bæði Íslendingum og erlendum ferðamönnum,“ segir Ingibjörg. Hún segir að viðbrögðin við nýju búðinni hafi verið góð en þó séu einungis þrjár vikur síðan búðin var opnuð. Epal og Liborius deila með sér um 120 fermetra húsnæði. Þar er seld gjafavara frá Epal, nytjahlutir og skrautmunir fyrir heimilið. Liborius býður hátískufatnað fyrir dömur og herra frá hönnuðunum Christian Dior í Frakklandi, Ann Demeulemeester í Belgíu, Number (N)ine og Undercover í Japan sem dæmi. Einnig fást í versluninni sérvalin ilmvötn og ýmiss konar fylgihlutir, meðal annars úr silki, kasmírull, leðri og silfri, að ógleymdum svörtum demöntum. Flestar vörurnar eru til í takmörkuðu upplagi og einungis í boði í tengslum við árstíðabundna framleiðslulínu hönnuðarins, og eru sagðar afar eftirsóttar víðs vegar um heim. Liborius fylgir einnig fordæmi kunnra verslana í París sem kynna reglulega sérvalin bókmenntaverk. Minnisbók Sigurðar Pálssonar var fyrst kynnt þar og nýlega var bók Charlies Strand, Project Iceland, kynnt hjá Liborius og eru allar bækur eru áritaðar af höfundi. Þessi nýja verslun er ekki í einu af elstu húsum á Laugaveginum því að húsið að Laugavegi 7 var reist snemma á 8. áratugnum undir starfsemi Landsbankans. ,,Nú bjóða menn viðskiptavini Epal og Liborius velkomna og vona að þeir gangi út aftur ekki óglaðari en úr bankanum forðum,“ segir Ingibjörg að lokum. Héðan og þaðan Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Ekki eru allir búnir að missa trúna á Laugaveginum sem verslunargötu. Fyrir stuttu opnuðu fyrirtækin Epal og Liborius nýja verslun á Laugavegi 7. Epal hefur fram að þessu verið með verslun í Skeifunni og fríhöfninni í Leifsstöð. ,,Okkur fannst það skemmtilegur leikur að fara niður á Laugaveg,“ segir Ingibjörg Friðjónsdóttir, sölustjóri hjá Epal. Spurð um markhópinn segir hún að búðin á Laugaveginum sé ætluð öllum. ,,Bæði Íslendingum og erlendum ferðamönnum,“ segir Ingibjörg. Hún segir að viðbrögðin við nýju búðinni hafi verið góð en þó séu einungis þrjár vikur síðan búðin var opnuð. Epal og Liborius deila með sér um 120 fermetra húsnæði. Þar er seld gjafavara frá Epal, nytjahlutir og skrautmunir fyrir heimilið. Liborius býður hátískufatnað fyrir dömur og herra frá hönnuðunum Christian Dior í Frakklandi, Ann Demeulemeester í Belgíu, Number (N)ine og Undercover í Japan sem dæmi. Einnig fást í versluninni sérvalin ilmvötn og ýmiss konar fylgihlutir, meðal annars úr silki, kasmírull, leðri og silfri, að ógleymdum svörtum demöntum. Flestar vörurnar eru til í takmörkuðu upplagi og einungis í boði í tengslum við árstíðabundna framleiðslulínu hönnuðarins, og eru sagðar afar eftirsóttar víðs vegar um heim. Liborius fylgir einnig fordæmi kunnra verslana í París sem kynna reglulega sérvalin bókmenntaverk. Minnisbók Sigurðar Pálssonar var fyrst kynnt þar og nýlega var bók Charlies Strand, Project Iceland, kynnt hjá Liborius og eru allar bækur eru áritaðar af höfundi. Þessi nýja verslun er ekki í einu af elstu húsum á Laugaveginum því að húsið að Laugavegi 7 var reist snemma á 8. áratugnum undir starfsemi Landsbankans. ,,Nú bjóða menn viðskiptavini Epal og Liborius velkomna og vona að þeir gangi út aftur ekki óglaðari en úr bankanum forðum,“ segir Ingibjörg að lokum.
Héðan og þaðan Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira