Hörðustu stuðningsmenn Roma á Ítalíu hafa fengið sig fullsadda af lélegu gengi liðsins í upphafi leiktíðar ef marka má fréttir frá Róm í morgun.
Þeir hafa þannig kastað eggjum í og málað svívirðingar á veggi við æfingasvæði liðsins í morgun.
Roma er aðeins tveimur stigum frá fallsvæðinu í A-deildinni, en ekki er lengra en mánuður síðan stuðningsmennirnir veittust reiðir að þjálfaranum Luciano Spalletti við æfingasvæðið.
Stuðningsmennirnir krefjast þess nú að fá að hitta Francesco Totti fyrirliða og láta hann svara fyrir ófarir liðsins í vetur.