Handbolti

Linnéll hættur hjá Svíum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ingimar Linnell, landsliðsþjálfari Svía.
Ingimar Linnell, landsliðsþjálfari Svía. Nordic Photos / AFP
Ingemar Linnéll er hættur sem landsliðsþjálfari Svía í handbolta eftir að honum mistókst að stýra Svíum á Ólympíuleikana í Peking.

Svíþjóð tapaði fyrir Íslandi á sunnudaginn og þar með varð ljóst að liðið myndi ekki spila í Peking. Leikurinn við Ísland var upp á líf og dauða en Svíum dugði jafntefli í leiknum.

Samningur hans við sænska handboltasambandið rennur út þann 30. september næstkomandi og verður hann ekki framlengdur.

Formaður sambandsins, Arne Elovsson, sagði að Linnéll hafi tekið þessa ákvörðun einn og óstuddur. „Hann hefur nú lokið sínum verkefnum með landsliðinu og hefur ekki áhuga á að framlengja samninginn," sagði Elovsson.

Linnéll hefur verið landsliðsþjálfari undanfarin fjögur ár og náði að stýra Svíum í fimmta sætið á EM í Noregi nú í janúar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×