Lífið

„Heimsmet í áhorfi á áskriftarsjónvarp“

Pálmi Guðmundsson er ánægður með niðurstöðuna.
Pálmi Guðmundsson er ánægður með niðurstöðuna. MYND/Heiða Helgadóttir

„Við erum himinlifandi með þessa nýju áhorfskönnun," segir Pálmi Guðmundsson sjónvarpsstjóri Stöðvar 2. „Stóra fréttin fyrir okkur er að áskriftarsjónvarpið Stöð 2 er með 28,7% hlutdeild í áhorfi á viku á móti 41,9 hlutdeild Rúv. SkjárEinn er einungis með 14,6%." segir Pálmi, og bætir við að hann leyfi sér að fullyrða að þetta sé einsdæmi á heimsvísu í áhorfi á áskriftarsjónvarp.

Áskrifendur Stöðvar 2 hafa aldrei áður í sögunni horft jafn mikið á Stöð 2 og segir Pálmi það besta mælikvarðann á ánægju. Hjá áskrifendum stöðvarinnar á aldrinum 18-49 ára eru 7 þættir af þeim 10 vinsælustu á Stöð 2.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×