Handbolti

Króatar svo gott sem komnir á ÓL

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rússanum Alexey Rastvortsev gengur illa að komast fram hjá þeim Igor Vori og Davor Dominikovic, leikmönnum Króatíu, í dag.
Rússanum Alexey Rastvortsev gengur illa að komast fram hjá þeim Igor Vori og Davor Dominikovic, leikmönnum Króatíu, í dag. Nordic Photos / AFP
Króatía vann í dag sigur á Rússum, 26-24, í þriðja riðli undankeppni Ólympíuleikanna í Peking í handbolta. Báðar þjóðir munu þó væntanlega keppa í Peking.

Tvö lið fara upp úr riðlinum en Króatía vann í gær stórsigur á Japönum, 37-22.

Rússar unnu þó enn stærri sigur í gær er liðið vann Alsír, 39-12.

Rússum dugir því sigur gegn Japan á morgun til að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum og Króatar ættu ekki að lenda í vandræðum með Alsír en liðin mætast einnig á morgun.

Síðar í dag mætast Japan og Alsír í riðlinum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×