Erlent

Fá að lenda á mánudaginn

Guðjón Helgason skrifar

Herforingjastjórnin í Búrma hefur heimilað Bandaríkjamönnum að fljúga með hjálpargögn til landsins en flugvélar þeirra fá þó ekki að lenda fyrr en á mánudag.

Sameinuðu þjóðirnar flugu áfram með hjálpargögn til landsins í dag þrátt fyrir að herforingjarnir hafi lagt hald á fyrstu sendingu í morgun. Þeir ætla sjálfir að annast dreifingu til nauðstaddra.

Milljón manns er á vergangi og tugir þúsunda látnir eftir að fellibylurinn Nargis gekk yfir fyrir tæpri viku. Miklum rigningum er spáð í landinu næstu vikuna, sem óttast er að hamli björgunarstarfi og auki hættu á alvarlegum smitsjúkdómum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×