Samkvæmt heimildum Sky fréttastofunnar hefur spænska stórliðið Real Madrid komið með tilboð í Jermaine Pennant, leikmann Liverpool. Þjálfarinn Juande Ramos vill bæta við vængmanni í janúar.
Ashley Young, Aaron Lennon og Milos Krasic (leikmaður CSKA Moskvu) hafa einnig verið orðaðir við Real Madrid. Verðmiðarnir á þessum leikmönum hafa hinsvegar orðið til þess að spænska liðið horfir nú til Pennant.
Pennant er úti í kuldanum á Anfield og hefur aðeins leikið fjóra leiki á tímabilinu. Samningur hans rennur út í sumar. Liverpool er tilbúið að selja hann í janúar til að missa hann ekki næsta sumar fyrir ekki neitt.